Ef spurt er að því hvað sportbill á að vera er líklegt að svarið lýsi 718 í hnotuskurn. Léttur, tveggja sæta bíll með vélina akkurat í miðjunni og nógu mikið afl til að láta hjartað slá hraðar. Hönnun 718 á rætur að rekja til margra af frægustu sport- og keppnisbílum veraldar og því kemur ekki á óvart að akstursupplifunin eigi sér engan líka.
Á vefsíðu okkar bjóðum við uppá efni frá Google maps. Til að skoða þetta efni verður þú að samþykkja gagna öflun Google maps.
Hönnun 718 afhjúpar tilgang bílsins. Mjúkar línur, breiðar mjaðmir og lág aksturstaða minnir mann á að bílar snúast ekki bara um að komast frá A til B. Stundum snúast þeir líka um njóta lífsins og ferðarinnar þarna á milli.
Mjög nákvæmur fyrir svo fjörugan persónuleiki, skynsamur en meðvitaður um möguleika sína, nákvæmar línur og einkennandi útlit 718 draga fram lágan, breiðan og grannan svip.
Sportlegur, frá upphafi til enda.
Flestir sportbíla áhugamenn þekkja 718 í Cayman og Boxter útfærslu nánast án umhugsunar. Framendinn er lár frá jörðu, miðjan hærri til að rúma vélina og afturendinn sérstaklega hannaður til að hámarka grip frá loftflæði.
Einstök hönnun: Hliðarmyndin einstök, með línu í gegnum bílinn sem einkennir bíla sem eru með vélina staðsetta fyrir miðju. Innribúnaður setur íþróttagleðina í fyrirrúm.
Loftinntök.
Loftinntökin á hlið bílsins gefa vísbendingu um hvað leynist þar undir ásamt því að auðvelda 4 eða 6 sílendra vélinni að anda. Vélin öskrar svo beint fyrir aftan ökumanninn og gerir akstursupplifunina enn magnaðari. Það er augljóst að 718 er hannaður til að gera ferðina enn ánægjulegri.
Ytra byrði
Afturendi Porsche 718 er verkfræðilegt undur. Litað glerið á flötum afturljósunum sem lifna svo við innan frá þegar í þrívídd og 4 punkta bremsuljósin ramma inn lárétt stöðuljósin. Á milli afturljósanna er svo lína sem lætur afturendan virðast stærri. Vindskeiðin er svo þar fyrir ofan en hún opnast við 125 km hraða, þrýstir bílnum niður og eykur þannig aksturseiginleika bílsins. Punkturinn yfir i-ið er svo miðjusett púströrið neðan í stuðaranum. Í 718 T og 718 S týpunum er því skipt út fyrir tvöfalt púst. Í 718 GTS 4.0 eru púströrin með mikið bil á milli sitt hvoru megin neðarlega á stuðaranum.Lárétt loftinntök gera framstuðarann glæsilegann og kröftugann. Á GTS týpunni eru loftinntökin enn stærri sem ásamt svörtum hliðarhlífum og vindskeið ýta undir kröftugt útlit bílsins. Vængirnir á framstuðaranum eru eins og Porsche: áberandi og undirstrika nýja hönnun aðalljósanna sem eru áberandi með innbygðum LED dagljósum. Á GTS eru framljósin með dökku gleri.
Hvað gerir 718 sérstakan? Upplifunin, léttleiki, hönnunin eða hagnýt notagildi með 2 farangursrýmum? Við höldum að það sé allt ofantöldu en það er miðju sett vélin sem gerir þetta allt mögulegt.
Hröð, aflmikil, viðbragðsfljót, eins og það ætti að vera.
Með Sport takkanum velur maður meiri þægindi eða meiri spennu. Með því að smella á sport Takkann breytir aksturstölvan skerpu vélarinnar og setur í gang sport útblásturskerfið. Á tegundum með PDK gírskiptingu, er upskipting hægari og niðurskipting hraðari.
Sport Chrono pakkinn.
Sport Chrono Pakkinn (sem er staðalbúnaður 718 T og 718 GTS 4.0) býður uppá ennþá áhrifameiri stillingu á fjöðrunarbúnaði, vél og skiptingu. Þannig vekur hann upp ennþá öflugari tilfinningar þegar aksturinn hefst. Sport Chrono er virkjaður með hnapp á stýrinu sem á innblástur að rekja til eins merkilegasta bíls seinni ára, hins goðsagnakennda 918 Spyder. Án þess að taka hendurnar af stýrinu getur þú skipt á milli 4 aksturs stillinga: Normal, Sport, Sport Plus og persónulegrar stillingar þar sem þú ræður nákvæmlega hvernig þú vilt að upplifunin sé.
Bremsur.
Afl eitt og sér er ekki það sem gerir bíl að sportbíl. Hann verður líka að geta ekið af öryggi . Þess vegna eru 718, 718 T og 718 S útbúnir 4 stimpla ál bremsudælum og heilsteyptum bremsu diskum*. Bremsudiskarnir eru 33 cm breidd að framan og 30 cm að breidd að aftan.
Bremsurnar í 718 GTS 4.0 eru svo auðvitað enn öflugri í samræmi við meira afl í vélinni. Þær eru útbúnar 6 stimplum að framan og eru 35 cm að breidd að framan og 33 cm að breidd að aftan. Til þess að tryggja að bremsun sé alltaf fyrirsjánleg og haldi sömu eiginleikum, jafnvel í neyðaraðstæðum eru bremsudælurnar gerðar úr einni gegnheilli ál blokk. Bremsustigið er stutt og þú finnur nákvæmlega hvar þær byrja að bíta. Bremsudiskarnir eru einnig boraðir og með hönnun sem tryggir loftflæði í gegnum þær til þess að tryggja betri kælingu og að þær virki einnig við mjög erfiðar aðstæður.
*Sannir Porsche áhugamenn vita svo auðvitað að bremsudælurnar á 718 Boxster, 718 Cayman and 718 T eru svartar á meðan S útgáfurnar eru með rauðar dælur.