911 Carrera og Targa tegundirFramar öllum
Samanburður á útliti
Coupé.Coupé útgáfan af 911 skilar Porsche DNA í sinni tærustu mynd. Löng og flöt vélarhlíf, brött og hallandi framrúða og þaklína sem hallar mjúklega niður að aftan, sem var einkennandi í upprunalega 911 bílnum. Cabriolet.Blæjuútgáfan af 911 hefur alltaf einkennst af meira frelsi, vindinum í hárinu og enn meira vélarhljóði. Þegar toppurinn er lokaður eru svo margir sem segja að hann sé jafnvel enn fallegri en Coupé! Targa. 911 fyrir þá sem eru með yfirburðar auga fyrir hönnun. Með einkennandi Targa veltigrind og nýstárlegri blæjuútfærslu er 911 Targa tímalaus klassík, hvort sem þú vilt hafa hann opinn eða lokaðan.
Models
911 Carrera
Klassísk 6 sílindra boxter vél mætir sportlegri hönnun, stafrænni upplifun – og hinni goðsagnakenndu 911 akstursupplifun.
911 Carrera GTS
Eins og með allt sem maður elskar þá færu aldrei nóg, bara löngun í meira. Það er einmitt innblásturinn fyrir 911 GTS: meira afl, lipurð og dýnamík – og einstakt sportlegt útlit. Eða með öðrum orðum: enn meiri Porsche.
911 Carrera 4 GTS
Nýstárleg hönnun sem skiptir sköpum fyrir afköst T-Hybrid kerfisins: Endurhönnuð 3,6 lítra boxter vél með rafknúinni útblástursforþjöppum, rafmótor innbyggður í PDK skiptinguna og svo létt og öflug rafhlaða.
911 Carrera Cabriolet
Sjálfvirk blæja sem opnast og lokast á aðeins 12 sek.
911 Carrera GTS Cabriolet
Blanda af nýstárlegu T-Hybrid kerfi, sportlegri hönnun, stafrænni upplifun og hinni goðsagnakenndu 911 aksturstilfinningu.
911 Carrera 4 GTS Cabriolet
Afturöxulsstýring sem er staðalbúnaður í GTS gerðum eykur afköst og daglegt notagildi. Betri akstutrseiginleikar á lágum hraða eða í beygjum og eykur stöðugleika á meiri hraða.
911 Targa 4 GTS
Það sem byrjaði sem málamiðlun vegan nýrra öryggisreglna í Bandaríkjunum varð fljótt að klassísk: Fyrir marga Porsche aðdáendur er 911 Targa fallegasti 911 bíllinn. Sjálfvirkt þakkerfi með táknrænni Targa veltigrind sameinar öryggi lokaðs coupé með frelsistilfinningu opins blæjubíls.
Helstu nýjungar
FrammendiEinungis fyrir GTS: nýhönnuð loftinntök, þar á meðal lóðréttir loftinntakslokar sem, þegar þeir eru opnir, hámarka kælingu aflrásarinnar við mikið álag. Þegar lokað er, tryggja loftinntakslokarnir lágt viðnám og minni eldsneytisnotkun.T-Hybrid tækniNýja T-Hybrid tæknin var þróuð út frá akstursíþróttum og sameinar kröftugt vélarhljóð með nútíma frammistöðu. Veruleg aukning á afköstum og fyrirferðarlítil hönnun T-Hybrid kerfisins tryggja einnig hámarkshlutfall milli afls og þyngdar.AðstoðarkerfiNýi 911 er með fleiri aðstoðarkerfi sem staðalbúnað en nokkru sinni fyrr. Park Assist kerfið, þar á meðal bakkmyndavél, akreinagæsluaðstoð, hraðastilli, umferðarmerkjagreiningu, þar á meðal beygjuviðvörun og þreytuskynjun, eru hluti af grunnbúnaðinum. Allar 911 gerðir geta verið búnar fjölmörgum öðrum hjálparkerfum sem auka enn frekar þægindin og auka öryggi.PDK sjálfskipting8 gíra PDK sjálfskipting gerir þér kleift að skipta hratt um gír án þess að hægja á ferðinni, ekki í eina millisekúndu.
Meðaleyðsla og útblástur