Cayenne og Cayenne Coupe: Báðir státa af sláandi útliti og frábærri frammistöðu, með allt að fimm sætum. Hvort sem þú leggur í þitt næsta ævintýri með Cayenne og góðum vinum, eða þú fellur fyrir straumlínulöguðum línum Cayenne Coupe, þá er það eingöngu spurning um persónulegan smekk. En eitt er ekki hægt að deila um: Sérhver Porsche er fyrst og fremst sportbíll.
Nú fæst Platinum Edition aukahlutapakki með Porsche Cayenne í takmarkaðan tíma. Pakkinn eykur við sportlegt útlit bílsins með 21" álfelgum, samlitum brettaköntum, svörtum háglans gluggalistum, lituðu gleri og sportlegum púststútum. Til að fullkomna pakkann er lúxus upphituð sportsæti, bílbelti í sérlit, léttstýri, beygjustýring á aðalljós, ponorama glerþak, Bose hljóðkerfi og margt fleira. Verðmæti pakka: 2.700.000 kr.
Á vefsíðu okkar bjóðum við uppá efni frá Google maps. Til að skoða þetta efni verður þú að samþykkja gagna öflun Google maps.
Tvennskonar útlit.
Cayenne: Með kraftmikilli hönnun og fimm hurðum sem eru opnar fyrir öllum ævintýrum, verður Cayenne partur af fjölbreyttri upplifun.
Cayenne Coupe: Hönnun Cayenne Coupe vekur upp löngun til að uppgötva og upplifa. Fullkomnar línur teygja sig frá framljósum til afturljósa.
Sæti.
Stillanleg sport- framsæti (18 stillinga minni) eru fullkomlega aðlöguð að sportlegum akstri. Þau tryggja ótrúlega akstursupplifun án þess að fórna þægindum. Nudd í framsætum (aukabúnaður, 14 rafstillanlegar stöður) eru punkturinn yfir i-ið á lengri ferðum..
Breytileiki.
Cayenne býður ekki einungis upp á rúmgott pláss og geymslurými sem hægt er að tvöfalda með niðurfellingu aftursætis, heldur eru fjölmargir aðrir sérsniðnir valkostir í boði. Í stuttu máli, ekki neita þér um lausnir sem henta þér fullkomlega.
4ra svæða sjálfvirk loftkæling
Sjálfvirk loftkæling stjórnar hitastigi á fjórum svæðum í farþegarými: Hjá ökumanni og farþega í framsætum og hjá farþegum í aftursætum. Kolsía fangar agnir, frjókorn, lykt og síar fínt ryk úr utanaðkomandi lofti, áður en það fer inn í farþegarýmið.
Sport Chrono pakki.
Með því að ýta á hnapp, tryggir Sport Chrono pakkinn samhæfingu undirvagns, vélar og gírkassa. Einnig inniheldur pakkinn skeiðklukku, lengdar- og þverhröðunarskjá og mælir brautartíma.
Fjórar víxlverkandi akstursham stillingar..
Aksturshams stillingarnar eru arfur frá 918 Spyder, þar sem „viðbragðs hnappur“ er staðsettur á stýrinu. Hægt er að velja fjórar aksturstillingar: “Venjuleg stilling“, „Sport stilling“, og „einstaklingsstilling“.
SPORT viðbragðs og „Performance Start“ virkni.
Ýttu á miðhnapp aksturshamskerfisins til að auka afl í um bil 20 sekúndur. Að auki veitir „Performance Start“ aðgerðin bestu hröðun þegar tekið er á stað.
Porsche virk lofaflsfræði (Active Aerodynamics - PAA).
Cayenne Coupe, Cayenne Turbo og Cayenne Turbo S E-Hybrid eru með virkt loftafls kerfi. Virkni í uggum sem eru í loftinntökum að framan, auðvelda skilvirka kælingu á vélinni. Bílarnir eru búnir með spoilerum sem stilla sig sjálfvirkt og búa til niðurkraft. Þegar 135mm afturspoilerinn á Cayenne Coupe er í notkun, þá veitir hann niðurkraft sem fer eftir akstursaðstæðum. Á Cayenne Turbo er sjálfvirkur þakspoiler, sem veitir þrýstingi niður á aftur öxulinn. Þegar „Air Brake“ stillingin er valin, styttir hún hemlunarvegalengdina.