Á vefsíðu okkar bjóðum við uppá efni frá Google maps. Til að skoða þetta efni verður þú að samþykkja gagna öflun Google maps.
Hliðarsvipur.
Hliðarsvipurinn svíkur ekki fjölskyldueinkennin. Beislaður kraftur, tilbúinn að rjúka áfram þegar taumurinn er gefinn laus. Í bland við lækkandi þaklínuna sem einkennir Coupe og tilfinning fyrir kraftinum sem býr undir yfirborðinu, undirstrikar straumlínulag Macan sport eiginleika hvaða Porsche sem er. Einkennandi fyrir Macan Turbo er þakspoilerinn sem fullkomnar straumlínulag bílsins. Og sannar þannig að hans framlag í heildarútilit bílsins er áríðandi..
Farþegarými.
Þú ert að leita eftir nýrri upplifun. Og þú vilt líka þægindi. Að framan eru sportsæti sem svíkja engan, bíllinn límdur við götuna og sjónlínan hærri vegna upphækkaðra sæta sem eru sérstaklega hönnuð fyrir Macan. Sætin eru einstaklega þægileg í lengri ferðalögum. Því má þakka rafmagns sætum með 14 stillingum eða Sport sætum með 18 breytilegum stillingum, ef þú velur „Comfort Memory “ aukabúnað.
Meðal staðalbúnaðar á Macan er 7 gíra PDK skipting sem hægt er að nota í bein- eða sjálfskiptum ham. Ofurhröð skipting milli gíra er ótrúlega mjúk en er á sama tíma dínamísk og skilvirk. Kosturinn við PDK skiptingu er sú að hún er alltaf tilbúin fyrir næstu gírskipti jafnvel þó það sé ekki komið að þeim. Gírskiptum er því lokið á sekúndubroti. Þegar sjálfskiptingin er valin þá er bíllinn stilltur inn á að draga úr eldsneytiseyðslu. Þannig ryður PDK gírkassinn ekki aðeins brautina fyrir sportlegri akstri og lipurð, heldur einnig skilvirkni. Viltu frekar skipta um gír handvirkt? Ekkert mál: þú getur alltaf notað spaðana á fjölnota sportstýrinnu til að skipta um gír, eða PDK valmyndina. Valfrjálsi Sport Chrono pakkinn styttir enn frekar skiptingartímann í Sport Plus hamnum fyrir ennþá sportlegri upplifun. Þar að auki mun „Launch Control“ sjálfvirk ræsiaðgerð, skjóta þér upp á nýjar hæðir akstursánægju.
Sport Chrono pakki með hamvali.
Býr ævintýri í einum takka. Kannski sjaldgæft, en ekki ómögulegt. Sport Chrono pakkinn tryggir samhæfingu undirvagns, vélar og gírkassa. Einnig inniheldur pakkinn skeiðklukku með hliðrænum, stafrænum skjá og Sport Chrono aðgerðir í PCM til að skoða, skrá og meta brautartíma sem og tíma á öðrum brautum.
Bremsur.
Macan bremsukerfið er hannað til að gefa átak með með jöfnum krafti sem að hemur bílinn þegar á þarf. Bremsur Macan að framan eru búnar fjögurra stimpla kerfi með álklossum. Í Macan S eru notað 6 stimpla bremsukerfi. Bremsudiskarnir eru loftkældir; fyrir stöðuga og mikla notkun. Macan bremsuklossarnir eru svartir, á Macan S eru þeir títaníum gráir og á Macan GTS rauðir. Á Macan Turbo eru þeir hvítir (Porsche Surface Coated Brake (PSCB).