Nýr alrafmagnaður Macan
Nýr MacanBreyttu orkunni - ekki kraftinum
Fjórhjóladrif
Rafmagn
5 sæta
Breyttu straumnum - ekki stemningunni
Macan Electric
Rafmögnuð upplifun
Nýr Macan á bæði heima í ævintýraferðum fjölskyldunnar og í hinu daglega amstri. Með öflugum rafmagnsmótorum og nýjustu rafhlöðutækni býr nýr Macan til þá spennu sem Porsche er þekkt fyrir á meðan nýjasta tækni, og óviðjafnanleg hönnun í innréttingu og upplýsingaskjáum færir akstursupplifunina uppá hærra plan. Verið velkomin í sýningarsal Porsche til upplifa byltingu í bílaheiminum.

Rafmagnaður kraftur - Sami kjarninn
Macan Young
Framandi. Djarfur. Rafmagnaður.
Stígðu inn í framtíðina á nýjum 100% rafmönguðum Macan þar sem hin klassíska hönnun Porsche mætir rafmagnaðri nýsköpun framtíðarinnar. Einstakir aksturseiginleikar í bland við afl, tækni og fyrsta flokks þægindi.

Sýnum ábyrgð
Rafhlaðan í Macan er framleidd úr umhverfisvænu áli sem er framleitt í grænum verksmiðjum sem hafa það að markmiði að lágmarka CO2 útblástur í framleiðsluferlinu eftir fremsta megni. Macan er því ekki einungis umhverfisvænn í akstri heldur einnig í framleiðslu.

Macan Eco
Macan Clean Energy
Framleiðsluferlið.
Macan er framleiddur í Leipzig í Þýskalandi í verksmiðju er kolefnisjöfnuð að fullu. Verksmiðjan nýtir einungis 100% græna raforku og mætir upphitunarþörf sinni hlutfallslega með lífrænu metani og lífmassa.

Tegundir í boði
Macan 4 Electric
Rafmagnaður sportjeppi fyrir þá sem vilja breyta neistanum en halda kraftinum. 
Macan 4S Electric
Gerður fyrir ævintýri. Macan 4S leyfir þér til að upplifa frelsið eins og enginn annar Macan. Fjórhjóladrifinn, sportlegur, kraftmikill og  fjölhæfur.
Macan Turbo Electric
Aksturinn: rafmagnaður. Uppsetningin: sérsniðin. Akstursupplifunin: mögnuð. Rafmagnaður Macan Turbo er miklu meira en sportlegur jeppi. Hann er kjarni Porsche.