Getur sýn verið skynsamleg? Er það mögulegt? Líklega ekki. Við trúum að því framsýnni sem upprunalega hugmyndin er, því meira spennandi verður endanleg niðurstaða. Þess vegna þarf að berjast fyrir upprunalegu hugmyndinni. Þannig varð Panamera til. Sportbíll fyrir fjóra? Mjög skilvirkur og ótrúlega þægilegur? En uppfyllir allar skilgreyningar Porsche um kraft og eldneytisnýtingu? Ómögulegt fyrir suma. Áskorun fyrir aðra.
Á vefsíðu okkar bjóðum við uppá efni frá Google maps. Til að skoða þetta efni verður þú að samþykkja gagna öflun Google maps.
Þarf sportbíll/fjölskyldubíll að líta út eins og fólksbíll? Við ræddum þessa spurningu frá byrjun. Enn og aftur svarar Panamera þessari spurningu neitandi og það þrisvar sinnum.
Þrjár útgáfur.
Panamera. Hvort sem hann heitir Panamera, Panamera Executive eða Panamera Sport Turismo, þá bera hlutföll og útlínur hans öll merki Porsche. Vel afmarkaðar línur og sportlegt útlit. Langt hjólhaf og yfirhengi, styttra að framan en aftan, gefa Panamera kraftalega ásýnd. Meitlaðar hliðar leggja áherslu á að hann tilheyri Porsche fjölskyldunni og ýta undir léttleika..
Panamera Executive. Panamera Executive undirstrikar sportlega meðhöndlun og þægindi. Hann er með 15 cm lengra hjólhaf sem stuðlar að meiri þægindum farþega, sérstaklega afturí. Executive útgáfn einkennist á láréttri silfurrönd neðst á hurðum og háglansandi silfur loftúttökum.
Panamera Sport Turismo. Í lúxusbílaflokknum sker Panamera sig úr með því að bjóða upp á þægilegt pláss fyrir fjóra farþega, án þess að tapa sportleg einkenni sín. Í grunnútgáfu 4 + 1, býður Sport Turismo upp á pláss fyrir fimmta farþegann. Þó að fimmta sætið sé ekki í fullri stærð þá býður það upp á hagnýta fimm manna lausn í stuttum ferðum..
Glæsileiki og hversdagsleg notkun útiloka ekki hvort annað, eins og sést af stórum afturhlera og lágri hleðslusyllu Panamera Sport Turismo sem, fyrir sportbíl, státar af ótrúlega rúmgóðu farangursrými, allt að 1.384 lítrum að stærð .
Innrétting.
Dæmigerður Porsche: Hallandi stjórnborð í miðjustokk, flatt mælaborð og analog snúningshraðamælir í miðju þess, hugsað út frá vinnuvistfræði sportbíls. Ásamt háþróaðri Porsche innréttingu og næstu kynslóðar aðgerðarstýri sem veitir ökumanni skjótan aðgang að mikilvægustu aðgerðunum.
Það skiptir ekki máli hvar þú situr í Porsche, sportlegir eiginleikar trompa alltaf nytsemi. Þægindu eru bónus.
Undirvagninn.
Algjörlega endurhannaður undirvagn Panamera, ásamt enn nákvæmari stýribúnaði og nýrri kynslóð dekkja, sameina styrkleika sportbíls og þægindi lúxusbíls enn betur en áður. Afköst bílsins eru ekki það eina sem hefur batnað heldur líka þægindin, sérstaklega við krefjandi akstur. Einnig er hægt að fá aukabúnað sem eikur kraft bílsins og er orðin fullkomnari en áður, þar má nefna breytilegt þriggja hólfa loftfjöðrunarkerfi, Porsche Sport rafrænt stöðuleikakerfi (PDCC Sport) og stefnuvirk afturhjól.
Innbyggður stöðuleikajafnari í 4D grind bílsins reiknar út bestu stillingu með því að greina gögn frá skynjurm sem mæla hvernig grind bílsins hallar, veltur og snýst (rýmisvíddirnar þrjár) og reiknar í rauntíma (fjórða víddin) stilling fyrir grind bílsins með því markmiði að hámarka afköst og finna besta jafnvægið á milli sportlegs aksturs og þæginda.
Bremsurnar.
Takmarkið í yfir 70 ár hefur verið að auka hraðann, jafnvel þegar það kemur að því að hægja á. Þess vegna eru allir Porsche Panamera, fyrir utan Turbo S og Turbo S E-Hybrid, búnir 6 stimpla bremsum að framan og 4 stimpla að aftan. Bremsurnar eru smíðaðar úr álblokk og eru þess vegna léttar og aflagast síður við hitamyndun. Útkoman er nákvæmara bremsunarferli og mikið styttri bremsuvegalengt.