Sálin á sér margar hliðar og breytist stöðugt, Þegar Porsche Taycan er skoðaður kemur hann fyrir með ánægju brosi eða ýtir undir frelsisþörf eins og þegar sest er undir stýri á Taycan Cross Turismo og við höldum okkar striki fjarri amstri daglegs lífs.
Á vefsíðu okkar bjóðum við uppá efni frá Google maps. Til að skoða þetta efni verður þú að samþykkja gagna öflun Google maps.
Innra rými.
Nær allir takkar heyra sögunni til og hafa þeir verið fluttir í snerti skjái bílsins. Þetta gerir innra rýmið snyrtilegra og sama má segja um skjáina í bílnum, allt viðmót er einfalt og snyrtilegt. Mögulegt er að hafa fjóra skjái og eru þeir einfaldir og auðveldir í notkun.
16.8-tommu boginn skjár.
Uppsetning skjánna miðar að því að bílstjórinn haldi sem mestri einbeitningu. Miðpunktur athyglinnar er skjárinn fyrir framan ökumanninn en hann er 16,8 tommur og er boginn sem gerir ökumanninum auðveldar með að sjá á hann. Við skjáinn eru stjórntæki fyrir m.a. ljós og fjöðrun.
Með Head-up display er síðan hægt að sjá nauðsynlegar upplýsingar í sjónlínu ökumannsins á framrúðunni.
Áttaviti á mælaborði.
Möguleiki er að hafa analog áttavita á miðju mælaborðinu í Taycan Cross Turismo en hann er eitt af séreinkennum Porsche.
Miðjuskjárinn.
Miðjuskjárinn er upplýsingaskjár fyrirr útvarp og tónlist, leiðsögukerfi og síma. Í skjánum, sem er 10,9 tommur, er að finna Porsche Communication Management (PCM)¹. Þar er meðal annars að finna lifandi leiðsögukerfi. Þennan skjá er mjög auðvelt að setja upp að þörfum ökumannsins og er hann auðveldur í notkun.
¹ Þarfnast Porsche Connect.
8.4-inch tommu stjórnskjár.
Í miðjustokknum er stjórnskjár fyrir leiðsögukerfi, hljómfluttningskerfi, síma ofl. Þessi skjár er við fingurgóma hægri handar ökumanns. Hægt er að læsa skjánum fyrir óviljandi notkun. Í þessum skjá er hægt að opna hleðslulúgu og skott og athuga framgang hleðslu.
Rafhlaðan í Taycan gefur mikla möguleika varðandi drægni. Stærri rafhlaðan (performance battery Plus) hefur 33 einingar með 396 sellum en venjulega rafhlaðan sem er staðalbúnaður í Taycan and Taycan 4S hefur 28 einingar og 336 sellur. The Taycan Turbo and Taycan Turbo S ásamt Taycan Cross Turismo hafa performance battery Plus sem staðalbúnað. Rafhlaðan er byggð á 800-volta tækni í stað 400-volta tækni. Þetta eykur hleðslugetu og akstursánægju ásamt því að bíllinn verður léttari.
Kælikerfið sér til þess að bíllinn fær næga orku við hvaða aðstæður sem upp koma. Sterk rafhlöðugrindin gefur rafhlöðunni hámarks vörn ef árekstur eða slys ber að höndum.
Samstilltir segulmótorar.
Lykilinn af því að hanna framúrskarandi drifbúnað er að gera engar málamiðlanir varðandi gæði búnaðarins. Þess vegna eru tveir samstilltir segulmótorar í Taycan 4S, Taycan Turbo,Taycan Turbo S og öllum útgáfum af Taycan Cross Turismo, einn mótor á hvorum öxli og er performance battery Plus komið fyrir djúpt í undirvagninum. Þetta leiðir til frábærra aksturseiginleika og fjórhjóladrifið er hægt að stilla að sveiflum og krafts í hinum ýmsu akstursstillingum.
Skipt yfir í tveggja gíra skiptingu.
Sú hugmynd, að vera með samstillta mótora býr til mikinn aflþéttleika, mikla samfellda framleiðslu afls og mikil afköst. Ný þróuð sjálfvirk tveggja gíra skipting á afturöxli tryggir verulega bætta hreyfigetu.
Ofurkraftur.
Samspil drifhlutfallanna skilar frábærum afköstum og hughrifum, með allt að 560kW (750 hp), aukið afl er virkjað með Launch Control möguleikanum, báðir mótorarnir hjálpa Taycan Turbo S úr kyrrstöðu í 100 km hraða á 2.8 sekúndum og samfelld hröðun upp í 260 km hraða er möguleg.