Sálin á sér margar hliðar og breytist stöðugt. Þegar Porsche Taycan er skoðaður, birtist sálin í ánægju brosi eða ýtir undir frelsisþörf eins og þegar sest er undir stýri á Taycan Cross Turismo og við höldum okkar striki fjarri daglegu lífi.
Turismo heldur enn betur utan um þig með enn rýmri innréttingu, stækkuðu
farangursrými og tryggir áhyggjulaust ferðalag um landið hvort sem er á vegum
eða vegslóðum með Off-road hönnunar pakka. Sport Turismo Tímalaus hönnun
og örlátt pláss. Óviðjafnanleg afköst og hversdagslegur fjölbreytileiki. Grípandi
dýnamík og einstök þægindi.
Samspil drifhlutanna skilar glæsilegum afköstum, bæði tæknilega og tilfinningalega: þegar allt að 560kW (761 hestöfl) overboost er virkjað með Launch Control, taka báðir mótorarnir Taycan Turbo S úr kyrrstöðu í 100 km/klst á 2,8 sekúndum. Það gerir þér kleift að upplifa kraft,frá ræsingu úr kyrrstöðu, á pari við frábær sportbíll eins og 918 Spyder - sem hægt er að endurtaka á áreiðanlegan hátt: upp í 260 km á klukkustund.
Hoppaðu undir stýri, spenntu beltin og fáðu púlsinn á hreifingu: Nýi Taycan GTS og Taycan GTS Sport Turismo krystalla Porsche E-Performance í sinni hreinustu mynd. 440kW (598 hestöfl) af overboost krafti með Launch Control, sérhönnuð drifrás fyrir GTS, stillt fyrir aukna snerpu og sérkennandi Porsche Electric Sport hljóðmynd sem er einkennandi fyrir GTS, gerir hvern akstur að viðburði. Einstök GTS innrétting lyftir akstursupplifuninni í nýjar hæðar, með skrautsaumum, annaðhvort í Carmine Red eða Crayon.