Bílabúð Benna er umboðsaðili fyrir Porsche og SsangYong. Fyrirtækið býður jafnan upp á gott úrval af bæði nýjum og notuðum bifreiðum frá þessum framleiðendum ásamt því að sinna allri þjónustu fyrir þessi vörumerki.
Bílabúð Benna flytur jafnframt inn og selur vara- og fylgihluti í allar tegundir bifreiða. Fyrirtækið rekur einnig Sixt bílaleigu og Nesdekk, sem er umboðsaðili m.a. fyrir Toyo Tires, Pirelli, Interstate, Laufenn og Maxxis hjólbarða.
Fyrirtækið var stofnað árið 1975 og er starfrækt í Reykjavík en er með umboðssölu fyrir bíla á Akureyri, Selfossi og í Reykjanesbæ ásamt þjónustusamningum við verkstæði um allt land.
Bílabúð Benna er þjónustufyrirtæki bílaáhugamannsins. Við erum sérfræðingar í bílum.
Ef að þú villt það besta þegar kemur að hönnun, verkfræði og upplifun þá vilt þú velja Porsche. Okkar hlutverk er að hjálpa þér að gera ferlið eins auðvelt og mögulegt er. Sölumenn okkar hafa hloðið yfirgripsmikla þjálfun svo að þeir geta leiðbeint þér í gegnum kaupferlið og aðstoðað með allt sem kemur upp . Við höfum farið í mikla fjárfestingu í mannauði á sölu- og þjónsutusviði til að tryggja að þjónusta okkar komist á næsta stig, enda ekkert annað í boði þegar unnið er með vörumerki eins og Porsche.
Verið velkomin, hvort sem þið heimsækið okkur bara hérna á netinu eða komið til okkar í kaffi.
Smelltu á hlekkinn hér fyrir neðan til að sækja um.
Verkefnið er ennþá á þróunarstigi en von bráðar verða lexíunar úr þessu verkefni innleiddar í öllum Porsche umboðum.
Á vefsíðu okkar bjóðum við uppá efni frá Google maps. Til að skoða þetta efni verður þú að samþykkja gagna öflun Google maps.